Lenti í vandræðum með þvenginn: „Annað eistað hékk úti!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:02 Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, teygir á fyrir fyrstu æfinguna á sunnudaginn. Andres Putting Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. Það varð til þess að Klemens Hannigan, annar tveggja söngvara Hatara, lenti í smávæglegum vandæðum þegar hann reyndi að klæða sig úr sviðsbúningnum og í þægilegri föt því hann komst að því að annað eistað hékk út úr þvengnum sem hann var í. „Annað eistað hékk úti!“ Klemens greindi frá þessari uppákomu á blaðamannafundinum og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Spyrillinn spurði hvað hann hefði eiginlega gert í framhaldinu og þá svaraði Klemens jafnóðum „Nú, ég klæddi mig augljóslega úr þvengnum“. „Og líður þér betur núna?“ spurði spyrillinn. „Miklu,“ svaraði Klemens. Þegar búið var að útkljá stóra nærbuxnamálið var opnað fyrir spurningar úr sal en íslenskur blaðamaður sagðist hafa frétt af því að þeir væru með heimildarmynd í bígerð og spurði hljómsveitarmeðlimi nánar út í þær sögusagnir. Klemens og Matthías Tryggvi Haraldsson sögðu að þeir væru vissulega gera heimildarmynd um Eurovision ævintýrið og veru þeirra í Ísrael. Söguþráður heimildarmyndarinnar teiknaðist í raun upp með hverjum deginum sem liði úti í Tel Aviv. „Við höfum rætt við fjölda fólks sem er héðan; bæði palestínska og ísraelska listamenn. Það hefur virkilega vakið okkur til meðvitundar og jafnvel vakið með okkur von,“ sagði Matthías um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Blaðamaður frá Ísrael spurði liðsmenn Hatara hversu erfitt það væri að skrifa andófslag án þess þó að það yrði of pólitískt eða opinskátt. Matthías svaraði því til að vissulega væru þau á hálum ís bæði í framkomu og textagerð en það væru sannarlega mörk á milli listar og áróðurs. Listin varpaði fram spurningum sem enn séu kannski ekki svör við. Í laginu Hatrið mun sigra séu dregin upp þemu sem snerti alla heimsbyggðina og eigi vel við í dag. Ekki aðeins í Ísrael heldur í gjörvöllum heiminum. Matthías segir að krafan um skýrleika sé mun eindregnari í Ísrael en á Íslandi. Þar sé mun meira rými fyrir margræðni og kaldhæðni. Klemens tók þá til máls og sagði frá tilurð lagsins. „Konseftið fæddist þegar við vorum að snæða dögurð á Íslandi og ræddum um uppgang popúlisma og hvað við gætum gert til að hafa áhrif. Við ræddum um aðskilnaðinn, hatrið og hið erfiða ástand sem virðist vera alls staðar í heiminum. Við berjumst fyrir friði, samfélaginu og samheldni.“ Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins, greip boltann á lofti og lýsti því hvernig almenningsálitið á Íslandi hefði breyst frá því lagið kom fyrst fram. Lagið olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu og textinns sér í lagi. Söngvakeppni sjónvarpins væri fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Það hafi síðan reynst afar athyglisvert þegar íslensk börn greindu frá sínum skilningi á lagatextanum og reyndu jafnvel að hughreysta ömmur sínar vegna lagsins. Inntak lagatextans væri einfaldlega það að ef við hlúum ekki að ástinni þá muni hatrið sigra. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. Það varð til þess að Klemens Hannigan, annar tveggja söngvara Hatara, lenti í smávæglegum vandæðum þegar hann reyndi að klæða sig úr sviðsbúningnum og í þægilegri föt því hann komst að því að annað eistað hékk út úr þvengnum sem hann var í. „Annað eistað hékk úti!“ Klemens greindi frá þessari uppákomu á blaðamannafundinum og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Spyrillinn spurði hvað hann hefði eiginlega gert í framhaldinu og þá svaraði Klemens jafnóðum „Nú, ég klæddi mig augljóslega úr þvengnum“. „Og líður þér betur núna?“ spurði spyrillinn. „Miklu,“ svaraði Klemens. Þegar búið var að útkljá stóra nærbuxnamálið var opnað fyrir spurningar úr sal en íslenskur blaðamaður sagðist hafa frétt af því að þeir væru með heimildarmynd í bígerð og spurði hljómsveitarmeðlimi nánar út í þær sögusagnir. Klemens og Matthías Tryggvi Haraldsson sögðu að þeir væru vissulega gera heimildarmynd um Eurovision ævintýrið og veru þeirra í Ísrael. Söguþráður heimildarmyndarinnar teiknaðist í raun upp með hverjum deginum sem liði úti í Tel Aviv. „Við höfum rætt við fjölda fólks sem er héðan; bæði palestínska og ísraelska listamenn. Það hefur virkilega vakið okkur til meðvitundar og jafnvel vakið með okkur von,“ sagði Matthías um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Blaðamaður frá Ísrael spurði liðsmenn Hatara hversu erfitt það væri að skrifa andófslag án þess þó að það yrði of pólitískt eða opinskátt. Matthías svaraði því til að vissulega væru þau á hálum ís bæði í framkomu og textagerð en það væru sannarlega mörk á milli listar og áróðurs. Listin varpaði fram spurningum sem enn séu kannski ekki svör við. Í laginu Hatrið mun sigra séu dregin upp þemu sem snerti alla heimsbyggðina og eigi vel við í dag. Ekki aðeins í Ísrael heldur í gjörvöllum heiminum. Matthías segir að krafan um skýrleika sé mun eindregnari í Ísrael en á Íslandi. Þar sé mun meira rými fyrir margræðni og kaldhæðni. Klemens tók þá til máls og sagði frá tilurð lagsins. „Konseftið fæddist þegar við vorum að snæða dögurð á Íslandi og ræddum um uppgang popúlisma og hvað við gætum gert til að hafa áhrif. Við ræddum um aðskilnaðinn, hatrið og hið erfiða ástand sem virðist vera alls staðar í heiminum. Við berjumst fyrir friði, samfélaginu og samheldni.“ Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins, greip boltann á lofti og lýsti því hvernig almenningsálitið á Íslandi hefði breyst frá því lagið kom fyrst fram. Lagið olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu og textinns sér í lagi. Söngvakeppni sjónvarpins væri fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Það hafi síðan reynst afar athyglisvert þegar íslensk börn greindu frá sínum skilningi á lagatextanum og reyndu jafnvel að hughreysta ömmur sínar vegna lagsins. Inntak lagatextans væri einfaldlega það að ef við hlúum ekki að ástinni þá muni hatrið sigra.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15
Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00
Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15