Svipur Hatara á útleið en óvíst hvað kemur í staðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 17:33 Hatari æfði á sviðinu og sat svo fyrir svörum í gær. Mynd/Eurovison Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný. Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný.
Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30
Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15
Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45