Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 11:45 Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. Eurovision Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar sem trommari Hatara notaðist við í Söngvakeppninni fyrr í vetur. Sleggjunni hefur verið skipt út fyrir svipur sem notaður eru til að berja trommurnar. Hatari tók sína fyrstu æfingu á sviði í Tel Aviv í gær og gekk hún ágætlega að mörgu leyti að mati margra erlendra Eurovision-spekinga.Á vefnum ESC EXTRA er Íslendingum hrósað fyrir valið á Hatara. Íslendingar eru sagðir hafa verið komnir með nóg af því að senda „örugg“ atriði í Eurovision og hafi því ákveðið að taka áhættu þetta árið. „Það er eins og keppnisskapið hafi vaknað aftur í Íslendingum eftir mögur ár,“ skrifar einn þeirra á vef ESC Xtra.Hér má sjá æfingu Hatara.Einhverjir eru á því að flutningur lagsins gæti fengið einhver mínusstig frá dómnefndum en að því muni vegna vel hjá áhorfendum. Eitt er víst að Hatari vekur athygli hvert sem þeir koma, og skiptir þá ekki máli hvort að fræðingarnir kunna að meta tónlist þeirra eða ekki. Matt Fredericks, hjá vefnum escYOUnited, segir sönginn hjá Hatara á fyrstu æfingunni ekki hafa verið nógu stöðugan og að hann þurfi meiri stuðning í viðlaginu, sér í lagi þegar viðlagið hækkar í tón. „Þeir þurfa að bæta það og dómnefndin mun horfa í þetta. Hún mun ekki bara dæma út frá söngnum einum saman, en hann skiptir máli. Áhorfendur gefa meiri afslátt á söngnum en hann getur þó haft áhrif á þá,“ segir Fredericks.Hér má sjá umsögn þeirra Matt og Sean.Hann saknar einnig sleggjunnar sem trommari Hatara notaði í Söngvakeppninni þar sem sveitin tryggði sér farseðilinn til Tel Aviv. Í stað sleggjunnar hefur trommarinn tekið sér svipur í hönd til að berja trommurnar. „Hvað gerðist? Mér finnst þetta kjánalegt. Í forkeppninni var hann með stóra sleggju sem hann barði til beggja hliða. Það var svo kraftmikið og bar með sér þessa árásargirni sem lagið þarfnast. Sean Tarbuck, hjá ESC Younited, segist skilja af hverju svipurnar urðu fyrir valinu. „En þetta þarf að vera kraftmeira,“ segir Tarbuck. „Fyrir mér voru þetta mikil vonbrigði því þetta var í uppáhaldi hjá mér,“ segir Fredericks.Hér má sjá atriði Hatara í Söngvakeppninni þar sem trommarinn var með sleggju.Hann tekur þó fram að sjónræna hlið atriðisins hafi gert mikið fyrir hann og þá sérstaklega notkun ljósa og elds. Hollendingurinn Dennis Van Ee, á vefnum ESC Daily, segir atriði Hatara mun hógværara en hann átti von á. „Þrátt fyrir það er búist við að þeir muni fanga, í það minnsta, athygli áhorfenda í næstu viku,“ skrifar Van Ee. Samlandi hans á vef ESC Daily, Erik Bolks, segir atriðið ekki hafa vakið hrifningu þeirra enn sem komið er. „Stuðunaráhrifin eru ekki til staðar ef þú hefur séð atriðið áður,“ skrifar Bolks. Hann segir margt gott í atriðinu, sjónrænt sé það flott en eitthvað þurfi að slípa til myndatöku atriðisins svo það dragi ekki úr drunganum. Söngurinn sé þó vandamál sem þurfi að vinna í. Hatari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudagskvöldið 14. næstkomandi. Þeirra bíður ærið verkefni, að koma Íslandi upp úr undanriðlinum en síðastliðin fjögur ár hefur það ekki gengið eftir. Síðast komst Ísland upp úr undanriðlinum árið 2014 þegar fulltrúar Íslands voru meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönks með lagið No Prejudice. Eurovision Ísrael Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar sem trommari Hatara notaðist við í Söngvakeppninni fyrr í vetur. Sleggjunni hefur verið skipt út fyrir svipur sem notaður eru til að berja trommurnar. Hatari tók sína fyrstu æfingu á sviði í Tel Aviv í gær og gekk hún ágætlega að mörgu leyti að mati margra erlendra Eurovision-spekinga.Á vefnum ESC EXTRA er Íslendingum hrósað fyrir valið á Hatara. Íslendingar eru sagðir hafa verið komnir með nóg af því að senda „örugg“ atriði í Eurovision og hafi því ákveðið að taka áhættu þetta árið. „Það er eins og keppnisskapið hafi vaknað aftur í Íslendingum eftir mögur ár,“ skrifar einn þeirra á vef ESC Xtra.Hér má sjá æfingu Hatara.Einhverjir eru á því að flutningur lagsins gæti fengið einhver mínusstig frá dómnefndum en að því muni vegna vel hjá áhorfendum. Eitt er víst að Hatari vekur athygli hvert sem þeir koma, og skiptir þá ekki máli hvort að fræðingarnir kunna að meta tónlist þeirra eða ekki. Matt Fredericks, hjá vefnum escYOUnited, segir sönginn hjá Hatara á fyrstu æfingunni ekki hafa verið nógu stöðugan og að hann þurfi meiri stuðning í viðlaginu, sér í lagi þegar viðlagið hækkar í tón. „Þeir þurfa að bæta það og dómnefndin mun horfa í þetta. Hún mun ekki bara dæma út frá söngnum einum saman, en hann skiptir máli. Áhorfendur gefa meiri afslátt á söngnum en hann getur þó haft áhrif á þá,“ segir Fredericks.Hér má sjá umsögn þeirra Matt og Sean.Hann saknar einnig sleggjunnar sem trommari Hatara notaði í Söngvakeppninni þar sem sveitin tryggði sér farseðilinn til Tel Aviv. Í stað sleggjunnar hefur trommarinn tekið sér svipur í hönd til að berja trommurnar. „Hvað gerðist? Mér finnst þetta kjánalegt. Í forkeppninni var hann með stóra sleggju sem hann barði til beggja hliða. Það var svo kraftmikið og bar með sér þessa árásargirni sem lagið þarfnast. Sean Tarbuck, hjá ESC Younited, segist skilja af hverju svipurnar urðu fyrir valinu. „En þetta þarf að vera kraftmeira,“ segir Tarbuck. „Fyrir mér voru þetta mikil vonbrigði því þetta var í uppáhaldi hjá mér,“ segir Fredericks.Hér má sjá atriði Hatara í Söngvakeppninni þar sem trommarinn var með sleggju.Hann tekur þó fram að sjónræna hlið atriðisins hafi gert mikið fyrir hann og þá sérstaklega notkun ljósa og elds. Hollendingurinn Dennis Van Ee, á vefnum ESC Daily, segir atriði Hatara mun hógværara en hann átti von á. „Þrátt fyrir það er búist við að þeir muni fanga, í það minnsta, athygli áhorfenda í næstu viku,“ skrifar Van Ee. Samlandi hans á vef ESC Daily, Erik Bolks, segir atriðið ekki hafa vakið hrifningu þeirra enn sem komið er. „Stuðunaráhrifin eru ekki til staðar ef þú hefur séð atriðið áður,“ skrifar Bolks. Hann segir margt gott í atriðinu, sjónrænt sé það flott en eitthvað þurfi að slípa til myndatöku atriðisins svo það dragi ekki úr drunganum. Söngurinn sé þó vandamál sem þurfi að vinna í. Hatari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudagskvöldið 14. næstkomandi. Þeirra bíður ærið verkefni, að koma Íslandi upp úr undanriðlinum en síðastliðin fjögur ár hefur það ekki gengið eftir. Síðast komst Ísland upp úr undanriðlinum árið 2014 þegar fulltrúar Íslands voru meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönks með lagið No Prejudice.
Eurovision Ísrael Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira