Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 12:15 Rætt er um að fjölga ferðum Strætó vegna nýrrar áætlunar Herjólfs en farþegar þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir akstri frá Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“ Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“
Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira