Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. maí 2019 23:33 Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris. Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris.
Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira