Andlega veikir fangar gengið berserksgang á Hólmsheiði: "Ég tel að fólkið eigi ekki heima í fangelsi.“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 19:00 Mikið álag er á starfsfólki og föngum á Hólmsheiði vegna andlega veikra fanga sem þar eru vistaðir. Nokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu vikum þar sem fangarnir hafa gengið berserksgang í fangelsinu. Fangelsismálastjóri er óánægður með ástandið og segir fólkið ekki eiga heima í fangelsi. Fangar sem glíma við geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Í lok síðasta árs sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ástandið væri grafalvarlegt. Alvarlega andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur inni í fangelsi en en þörf væri á þar sem engin úrræði væru til staðar fyrir þá. „Við erum enn þá í vandræðum með að koma alvarlega veikum föngum á sjúkrahús. Það eru áætlanir hjá yfirvöldum að efla geðheilbrigðisþjónustu það breytir því ekki þegar menn eru mikið veikir þá fá þeir illa inni á geðdeildum,“ segir Páll. Þá sitji fangelsismálayfirvöld uppi með einstaklinga í slæmu ástandi en enginn starfandi geðlæknir er í fangelsunum og því lítil þekking til staðar. Nýlega hefur ýmislegt gengið á í fangelsinu á Hólmsheiði. „Svona tilvik koma reglulega upp þar sem fangar sem eru illa staddir ganga berserksgang,“ segir Páll og bætir við að nokkur slík tilfelli hafi komið upp síðustu vikur. Geðdeildin taki ekki alltaf við föngunum. Starfsfólki og samföngum líði ekki vel í slíku ástandi. „Þetta er mikið álag á starfsfólkið og ekki síður samfangana að vera með mjög andlega veika einstaklinga með sér. Ég er óánægður með það því ég tel að fólk sem er svona statt eigi ekki heima í fangelsi,“ segir Páll. Hann telur að stjórnvöld séu öll af vilja gerð að gera betur. Þetta snúist um peninga og forgangsröðun. „Það þarf bara sérstaklega deild fyrir hættulegt fólk, eða fólk sem er hættulegt sjálfum sér og öðrum og það er erill þarna eins og annars staðar og við það búum við,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikið álag er á starfsfólki og föngum á Hólmsheiði vegna andlega veikra fanga sem þar eru vistaðir. Nokkur tilfelli hafa komið upp á síðustu vikum þar sem fangarnir hafa gengið berserksgang í fangelsinu. Fangelsismálastjóri er óánægður með ástandið og segir fólkið ekki eiga heima í fangelsi. Fangar sem glíma við geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Í lok síðasta árs sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ástandið væri grafalvarlegt. Alvarlega andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur inni í fangelsi en en þörf væri á þar sem engin úrræði væru til staðar fyrir þá. „Við erum enn þá í vandræðum með að koma alvarlega veikum föngum á sjúkrahús. Það eru áætlanir hjá yfirvöldum að efla geðheilbrigðisþjónustu það breytir því ekki þegar menn eru mikið veikir þá fá þeir illa inni á geðdeildum,“ segir Páll. Þá sitji fangelsismálayfirvöld uppi með einstaklinga í slæmu ástandi en enginn starfandi geðlæknir er í fangelsunum og því lítil þekking til staðar. Nýlega hefur ýmislegt gengið á í fangelsinu á Hólmsheiði. „Svona tilvik koma reglulega upp þar sem fangar sem eru illa staddir ganga berserksgang,“ segir Páll og bætir við að nokkur slík tilfelli hafi komið upp síðustu vikur. Geðdeildin taki ekki alltaf við föngunum. Starfsfólki og samföngum líði ekki vel í slíku ástandi. „Þetta er mikið álag á starfsfólkið og ekki síður samfangana að vera með mjög andlega veika einstaklinga með sér. Ég er óánægður með það því ég tel að fólk sem er svona statt eigi ekki heima í fangelsi,“ segir Páll. Hann telur að stjórnvöld séu öll af vilja gerð að gera betur. Þetta snúist um peninga og forgangsröðun. „Það þarf bara sérstaklega deild fyrir hættulegt fólk, eða fólk sem er hættulegt sjálfum sér og öðrum og það er erill þarna eins og annars staðar og við það búum við,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira