„Hræddar brúður í kerfinu“ hafi komið í veg fyrir Vestmannaeyjagöng Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. maí 2019 11:13 Árni Johnsen vill að Vestmannaeyjagöng verði að veruleika. Vísir/GVA Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í rúman áratug barist fyrir jarðgöngum á milli Vestmannaeyja og Landeyja. Hann er sannfærður um að Vestmannaeyjagöng komi til framkvæmda því göng séu nútímaleg. Þegar hann líti um öxl sjái hann að „hræddar brúður í kerfinu“ komu í veg fyrir samgöngubótina. Þetta segir Árni í viðtali í Bítinu í morgun. Árni var ekki sáttur með þátt tveggja fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. „Það er því miður þannig að það er svolítið mikið af þröskuldum í okkar þjóðfélagi. Hræddar brúður í kerfinu. Við vorum óheppnir með ráðherrana sem voru þá uppi, Sturla Böðvarsson og Kristján Möller.“Sagði Sturlu halda Vestmannaeyjum í gíslingu Í grein sem Árni skrifaði árið 2005 og birtist í Morgunblaðinu gagnrýnir hann Sturlu, fyrrverandi samgönguráðherra, fyrir aðgerðarleysi. „Minn gamli félagi og samstarfsmaður til margra ára, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, hefur gert margt ágætt sem samgönguráðherra, en í öðru eru honum mjög mislagðar hendur. Í rauninni heldur samgönguráðherra Vestmannaeyjum í gíslingu samgöngulega.“Árni segir að það sé eðlileg þjónusta við bæjarbúa að ráðast í Vestmannaeyjagöng.Vísir/Einar ÁrnasonÁlitamál hvort göngin væru réttlætanleg af jarðfræðilegum ástæðum Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, ákvað í samráði við þáverandi ríkisstjórn að leggja áform um gerð jarðganga til Vestmannaeyja á hilluna í ljósi hás kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Kristján tilkynnti um ákvörðun sína undir lok júlímánaðar 2007. Hann byggði ákvörðun sína á skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á göngunum en þar kom fram að verkefnið væri sannarlega gerlegt en það yrði afar kostnaðarsamt. Kostnaðurinn var talinn geta verið á bilinu 52-80 milljarðar. Skýrsluhöfundar sögðu þá að áhætta við gerð jarðganga til Vestmannaeyja væri mikil og álitamál hvort réttlætanlegt yrði að ráðast í verkefnið miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þá töldu þeir nauðsynlegt að gera frekari jarðfræðilegar og jarðtæknilegar rannsóknir til að draga úr óvissu. Ekki hvort heldur hvenær Í viðtalinu hjá Bítinu sagði Árni að verkefnið væri vissulega kostnaðarsamt en bætir við að það myndi þó borga sig til lengri tíma litið. Sú lausn í samgöngumálum yrði lang hagstæðust að mati Árna. Aðspurður hvort stjórnvöld sýndu hugmyndinni áhuga kveðst Árni ekki hafa heyrt um neitt slíkt. „Ég er ekki inn í þessum slag núna, í sjálfu sér, en það væri eina vitið að venda sínu kvæði í kross og fara í þessi göng. Það tæki í kringum sex ár að byggja göngin, 5-6 ár og það er engin spurning að þetta er það sem koma skal.“ Árni segir að ástæðan fyrir því að hugmyndin um Vestmannaeyjagöng hefði ekki komið til framkvæmdar sé sú að „menn hafi ekki viljað rugga bátnum á meðan verið var að byggja nýtt skip“. Segir Vegagerðina þröngsýna Þá beinir hann spjótum sínum að Vegagerðinni. „Vegagerðin var á móti þessari framkvæmd og Vegagerðin er nú á mörgu leyti slys á Íslandi því hún er svo þröngsýn þó hún geri margt gott. Þetta er nú bara því miður, sem blasir við sko, að menn ættu bara að venda sínu kvæði í kross og vaða í dæmið.“ Bítið Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna. 24. júlí 2007 16:26 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í rúman áratug barist fyrir jarðgöngum á milli Vestmannaeyja og Landeyja. Hann er sannfærður um að Vestmannaeyjagöng komi til framkvæmda því göng séu nútímaleg. Þegar hann líti um öxl sjái hann að „hræddar brúður í kerfinu“ komu í veg fyrir samgöngubótina. Þetta segir Árni í viðtali í Bítinu í morgun. Árni var ekki sáttur með þátt tveggja fyrrverandi samgönguráðherra í málinu. „Það er því miður þannig að það er svolítið mikið af þröskuldum í okkar þjóðfélagi. Hræddar brúður í kerfinu. Við vorum óheppnir með ráðherrana sem voru þá uppi, Sturla Böðvarsson og Kristján Möller.“Sagði Sturlu halda Vestmannaeyjum í gíslingu Í grein sem Árni skrifaði árið 2005 og birtist í Morgunblaðinu gagnrýnir hann Sturlu, fyrrverandi samgönguráðherra, fyrir aðgerðarleysi. „Minn gamli félagi og samstarfsmaður til margra ára, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, hefur gert margt ágætt sem samgönguráðherra, en í öðru eru honum mjög mislagðar hendur. Í rauninni heldur samgönguráðherra Vestmannaeyjum í gíslingu samgöngulega.“Árni segir að það sé eðlileg þjónusta við bæjarbúa að ráðast í Vestmannaeyjagöng.Vísir/Einar ÁrnasonÁlitamál hvort göngin væru réttlætanleg af jarðfræðilegum ástæðum Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, ákvað í samráði við þáverandi ríkisstjórn að leggja áform um gerð jarðganga til Vestmannaeyja á hilluna í ljósi hás kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Kristján tilkynnti um ákvörðun sína undir lok júlímánaðar 2007. Hann byggði ákvörðun sína á skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á göngunum en þar kom fram að verkefnið væri sannarlega gerlegt en það yrði afar kostnaðarsamt. Kostnaðurinn var talinn geta verið á bilinu 52-80 milljarðar. Skýrsluhöfundar sögðu þá að áhætta við gerð jarðganga til Vestmannaeyja væri mikil og álitamál hvort réttlætanlegt yrði að ráðast í verkefnið miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þá töldu þeir nauðsynlegt að gera frekari jarðfræðilegar og jarðtæknilegar rannsóknir til að draga úr óvissu. Ekki hvort heldur hvenær Í viðtalinu hjá Bítinu sagði Árni að verkefnið væri vissulega kostnaðarsamt en bætir við að það myndi þó borga sig til lengri tíma litið. Sú lausn í samgöngumálum yrði lang hagstæðust að mati Árna. Aðspurður hvort stjórnvöld sýndu hugmyndinni áhuga kveðst Árni ekki hafa heyrt um neitt slíkt. „Ég er ekki inn í þessum slag núna, í sjálfu sér, en það væri eina vitið að venda sínu kvæði í kross og fara í þessi göng. Það tæki í kringum sex ár að byggja göngin, 5-6 ár og það er engin spurning að þetta er það sem koma skal.“ Árni segir að ástæðan fyrir því að hugmyndin um Vestmannaeyjagöng hefði ekki komið til framkvæmdar sé sú að „menn hafi ekki viljað rugga bátnum á meðan verið var að byggja nýtt skip“. Segir Vegagerðina þröngsýna Þá beinir hann spjótum sínum að Vegagerðinni. „Vegagerðin var á móti þessari framkvæmd og Vegagerðin er nú á mörgu leyti slys á Íslandi því hún er svo þröngsýn þó hún geri margt gott. Þetta er nú bara því miður, sem blasir við sko, að menn ættu bara að venda sínu kvæði í kross og vaða í dæmið.“
Bítið Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna. 24. júlí 2007 16:26 Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna. 24. júlí 2007 16:26
Ásmundur vill göng til Vestmannaeyja: Segir göngin borga sig upp á 30 árum „Það þarf auðvitað að semja við náttúruna um hvort það gangi að gera jarðgöng til Vestmannaeyja.“ 14. apríl 2015 21:55
150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08
Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. 27. júlí 2007 19:27