Lærðu að veiða urriðann á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2019 16:18 Þorsteinn Stefánsson þekkir Þingvallavatn afar vel og hefur veitt marga stóra urriða í vatninu Mynd: Birkir Harðarson Nú berast nær daglega fréttir af góðri urriðaveiði í Þingvallavatni og það eru margir sem vilja ekkert annað en að ná einum slíkum. Það stendur til að ráða bót á því með námskeiði sem er til þess fallið að kenna þér að veiða stóru urriðana á Þingvöllum. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur í samstarfi við Þorstein Stefánsson sem ætla að blása til sannkallaðrar urriða veiði veislu á Þingvöllum 11. og 12. maí. Þorsteinn Stefánsson og nokkrir vel valdir urriða veiðimenn verða með kennslu í hvernig á að bera sig að í því að veiða risavaxna urriða á Þingvöllum. Dagskráin er eftirfarandi: 11. maí klukkan 18:00 í höfuðstöðvum SVFR.Veiðistaðalýsing á Þjóðgarðinum og nokkrum vel völdum leynistöðum. Veiðibúnaður, stangir, hjól, línur, undirlínug og að sjálfsögðu flugur og aftur flugur. 12. maí klukkan 15:00 á bílastæðinu við VatnskotVeitt fram á kvöld víðsvegar í Þjóðgarðinum undir handleiðslu Þorsteins og fleiri. Námskeiðið kostar 14.900 kr,- og er skráning á skrifstofu SVFR eða í tölvupósti svfr@svfr.is Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði
Nú berast nær daglega fréttir af góðri urriðaveiði í Þingvallavatni og það eru margir sem vilja ekkert annað en að ná einum slíkum. Það stendur til að ráða bót á því með námskeiði sem er til þess fallið að kenna þér að veiða stóru urriðana á Þingvöllum. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur í samstarfi við Þorstein Stefánsson sem ætla að blása til sannkallaðrar urriða veiði veislu á Þingvöllum 11. og 12. maí. Þorsteinn Stefánsson og nokkrir vel valdir urriða veiðimenn verða með kennslu í hvernig á að bera sig að í því að veiða risavaxna urriða á Þingvöllum. Dagskráin er eftirfarandi: 11. maí klukkan 18:00 í höfuðstöðvum SVFR.Veiðistaðalýsing á Þjóðgarðinum og nokkrum vel völdum leynistöðum. Veiðibúnaður, stangir, hjól, línur, undirlínug og að sjálfsögðu flugur og aftur flugur. 12. maí klukkan 15:00 á bílastæðinu við VatnskotVeitt fram á kvöld víðsvegar í Þjóðgarðinum undir handleiðslu Þorsteins og fleiri. Námskeiðið kostar 14.900 kr,- og er skráning á skrifstofu SVFR eða í tölvupósti svfr@svfr.is
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði