Hvað gerðist í flutningi Hatara? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 20:50 Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Tryggva Haraldsson söngvara. Nordicphotos/Getty Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019 Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019
Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira