Komin þreyta í íslenska hópinn Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 18:30 Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“ Eurovision Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“
Eurovision Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira