Ekki bara listamaður heldur tvíkynhneigð manneskja sem stendur fyrir margt Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 11:00 Duncan Laurence dvelur á sama hóteli og íslenski hópurinn. Getty/Guy Prives Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar. Eurovision Holland Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar.
Eurovision Holland Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira