Ekki bara listamaður heldur tvíkynhneigð manneskja sem stendur fyrir margt Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 11:00 Duncan Laurence dvelur á sama hóteli og íslenski hópurinn. Getty/Guy Prives Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar. Eurovision Holland Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar.
Eurovision Holland Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira