Fermingarpeningunum stolið Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. maí 2019 07:15 Frá Torrevieja á Spáni. Sigurður segist hafa ferðast um allan heim en ekki átt vona á að lenda í svona uppákomu þar. Nordicphotos/Getty „Þetta er skelfilegt. Við stöndum hérna nokkurn veginn slypp og snauð og tryggingarfélagið gerir ekkert fyrir okkur eins og er. Börnin urðu hálfpartinn vitni að þessu og eru bara hágrátandi,“ segir Sigurður Geir Geirsson flugvirki. Fjölskyldan lenti í Torrevieja aðfaranótt miðvikudags. Klukkan tvö um nóttina voru þau búin að fá afhenta tvo bílaleigubíla en með í för er elsti sonur Sigurðar ásamt konu hans og þremur börnum. Þegar töskurnar voru komnir í skottið á bíl Sigurðar fór hann að aðstoða elsta soninn við að festa barnabílstól í hinum bílnum. „Þá sér strákurinn minn sem var að fermast tvo menn opna skottið á bílnum okkar. Hann hélt að þeir væru bara að fara í vitlausan bíl og sér þá bara loka skottinu og hlaupa í burtu.“ Í ljós kom að þeir höfðu tekið tölvutösku Sigurðar sem innihélt meðal annars þrjú þúsund evrur, tölvu, myndavél, síma, veski og vegabréf. „Þarna voru meðal annars þúsund evrur sem strákurinn fékk í fermingargjöf. Sem betur fer er elsti strákurinn með sín kort.“ Haft var samband við lögreglu sem virtist ekki hissa. „Þeir sögðust fá hátt í tíu svona mál á dag hérna á flugvellinum.“ Sigurður telur að þjófarnir hafi fylgst með fjölskyldunni og vitað nákvæmlega hverju þeir ættu að stela. Það hafi verið maður að þvælast inni á bílaleigunni og séð Sigurð setja peninga og vegabréf í tölvutöskuna. „Áður en ég kom hingað var mér sagt að taka ekki peninga út úr hraðbönkum því þeir mynduðu kortin um leið en þú veist ekkert hvaða hraðbankar það eru. Þannig að ég tók með mér peninga en það var greinilega ekkert skárra.“ Hann segir marga Íslendinga á svæðinu og hvetur þá til að hafa varann á. „Við hittum íslenska konu úti í búð sem var rænd á veitingastað. Þau voru tíu saman á borði og veskið hennar hvarf með fullt af verðmætum.“ Sigurður segir atburðinn hafa haft mikil áhrif á þau hjónin og enn meiri á börnin. „Sérstaklega á drenginn sem var að fermast. Hann ætlaði sér að gera mikið fyrir þessa peninga og eiga gott frí hérna.“ Thelma Eir Aðalsteinsdóttir, vörustjóri einstaklingstrygginga hjá VÍS, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar sé það þannig í svona tilvikum að lykilatriði sé að hafa samband við lögreglu. „Það þarf alltaf að fylgja lögregluskýrsla frá því landi sem atvikið gerist í. Það þarf að tilkynna þetta til okkar en við þurfum að vinna málið og fá lista yfir það sem var stolið. Það er því miður ekki þannig að við getum hlaupið inn í svona aðstæður því það er ekki hluti af okkar starfsemi,“ segir Thelma. Hún segir að í mörgum tilvikum sé hægt að koma í veg fyrir tjón af völdum þjófnaðar. Í skilmálum félagsins séu ákveðnar varúðarreglur. „Við leggjum mesta áherslu á að læsa öllu. Þó að þú ætlir bara að henda einni tösku inn í bíl og skreppa að ná í hina þarf maður að læsa bílnum. Svo er mikilvægt að skilja ekkert eftir eftirlitslaust á almannafæri.“ Fólk þurfi líka að hafa í huga að það sé ákveðið hámark á farangurstryggingum. Það sé því ekki sniðugt að taka alla dýrustu hlutina með. „Svo er líka góð regla að geyma kortin á mismunandi stað. Það hjálpar mikið til ef maður lendir í svona að dreifa aðeins áhættunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Spánn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Þetta er skelfilegt. Við stöndum hérna nokkurn veginn slypp og snauð og tryggingarfélagið gerir ekkert fyrir okkur eins og er. Börnin urðu hálfpartinn vitni að þessu og eru bara hágrátandi,“ segir Sigurður Geir Geirsson flugvirki. Fjölskyldan lenti í Torrevieja aðfaranótt miðvikudags. Klukkan tvö um nóttina voru þau búin að fá afhenta tvo bílaleigubíla en með í för er elsti sonur Sigurðar ásamt konu hans og þremur börnum. Þegar töskurnar voru komnir í skottið á bíl Sigurðar fór hann að aðstoða elsta soninn við að festa barnabílstól í hinum bílnum. „Þá sér strákurinn minn sem var að fermast tvo menn opna skottið á bílnum okkar. Hann hélt að þeir væru bara að fara í vitlausan bíl og sér þá bara loka skottinu og hlaupa í burtu.“ Í ljós kom að þeir höfðu tekið tölvutösku Sigurðar sem innihélt meðal annars þrjú þúsund evrur, tölvu, myndavél, síma, veski og vegabréf. „Þarna voru meðal annars þúsund evrur sem strákurinn fékk í fermingargjöf. Sem betur fer er elsti strákurinn með sín kort.“ Haft var samband við lögreglu sem virtist ekki hissa. „Þeir sögðust fá hátt í tíu svona mál á dag hérna á flugvellinum.“ Sigurður telur að þjófarnir hafi fylgst með fjölskyldunni og vitað nákvæmlega hverju þeir ættu að stela. Það hafi verið maður að þvælast inni á bílaleigunni og séð Sigurð setja peninga og vegabréf í tölvutöskuna. „Áður en ég kom hingað var mér sagt að taka ekki peninga út úr hraðbönkum því þeir mynduðu kortin um leið en þú veist ekkert hvaða hraðbankar það eru. Þannig að ég tók með mér peninga en það var greinilega ekkert skárra.“ Hann segir marga Íslendinga á svæðinu og hvetur þá til að hafa varann á. „Við hittum íslenska konu úti í búð sem var rænd á veitingastað. Þau voru tíu saman á borði og veskið hennar hvarf með fullt af verðmætum.“ Sigurður segir atburðinn hafa haft mikil áhrif á þau hjónin og enn meiri á börnin. „Sérstaklega á drenginn sem var að fermast. Hann ætlaði sér að gera mikið fyrir þessa peninga og eiga gott frí hérna.“ Thelma Eir Aðalsteinsdóttir, vörustjóri einstaklingstrygginga hjá VÍS, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar sé það þannig í svona tilvikum að lykilatriði sé að hafa samband við lögreglu. „Það þarf alltaf að fylgja lögregluskýrsla frá því landi sem atvikið gerist í. Það þarf að tilkynna þetta til okkar en við þurfum að vinna málið og fá lista yfir það sem var stolið. Það er því miður ekki þannig að við getum hlaupið inn í svona aðstæður því það er ekki hluti af okkar starfsemi,“ segir Thelma. Hún segir að í mörgum tilvikum sé hægt að koma í veg fyrir tjón af völdum þjófnaðar. Í skilmálum félagsins séu ákveðnar varúðarreglur. „Við leggjum mesta áherslu á að læsa öllu. Þó að þú ætlir bara að henda einni tösku inn í bíl og skreppa að ná í hina þarf maður að læsa bílnum. Svo er mikilvægt að skilja ekkert eftir eftirlitslaust á almannafæri.“ Fólk þurfi líka að hafa í huga að það sé ákveðið hámark á farangurstryggingum. Það sé því ekki sniðugt að taka alla dýrustu hlutina með. „Svo er líka góð regla að geyma kortin á mismunandi stað. Það hjálpar mikið til ef maður lendir í svona að dreifa aðeins áhættunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Spánn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira