Matthías með heilunarmátt en Klifur-Klemens fastagestur á slysó Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 22:00 Vinskapur Matthíasar og Klemensar hefur verið náin frá því þeir voru ungir en þeir eru fæddir árið 1994. Matthías í febrúar en Klemns í desember. „Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti frá því við munum eftir honum,“ segir Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Nikulássonar Hannigan, annars söngvara Hatara. Iceland Music News, kómískur fjölmiðill á vegum Hatara, ræddi við foreldra söngvara Hatara til að kynnast söngvurunum betur. „Svo er hann ljúfur og skemmtilegur á sama tíma,“ segir Nikulás, faðir Klemensar. Rán bætir við að þau elski son sinn mjög mikið. „Við erum náttúrulega algjörlega hlutlaus,“ segir Nikulás og skellir upp úr.Ekki rosa celeb „Matthías er spekingur. Hann sagði kannski ekki endilega mikið en oft datt upp úr honum eitthvað sem að hljómaði eins og einhver myndi segja sem væri miklu eldri en hann. Hann fór oft á dýptina en hann var líka mjög fylginn sér,“ segir Ágústa Kristín Andersen, stjúpmóðir Matthíasar. „Hann hefur heilunarmátt. Hann uppgötvaðist á leikskóla. Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau, hafa þau góð. Ekki leiðinleg, erfið,“ segir faðirinn Haraldur Flosi Tryggvason. Jórunn Elenóra, systir Matthíasar, segist ekki líta á bróður sinn sem einhverja stjörnu. „Hann er bara mjög skemmtilegur og góður bróðir myndi ég segja. Og ég hef lært mjög mikið af honum. Matti verður alltaf Matti fyrir mér. Hann er bara bróðir minn og ekki beint eitthvað rosa celeb.“Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn TumiRosalega ólíkir „Í alvöru talað þá hefur þessi hugsjónamennska fylgt honum ansi lengi. Hann hefur áhrif á mann. Maður áttar sig á því að hann er sérstakur drengur. Það var mjög áberandi hvað hann var ljúfur, blíður og mikill hugsuður.“ Rán, móðir Klemensar, segir alltaf hafa verið mjög sterkt samband á milli þeirra frænda.Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina á þriðjudaginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Rosalega ólíkir alveg frá byrjun. Matthías var mjög stór og þungur og Klemens lítill og léttur, upp um allan veggi. Við fórum með hann þrettán sinnum upp á slysavarðsstofu því hann var alltaf að detta í svona ævintýramennsku. En þeir hafa alltaf náð mjög sérstöku sambandi og alltaf verið í svona ævintýrum,“ segir Rán um hvernig þeir léku sér saman sem krakkar. „Ég sá alltaf fyrir mér að ef þetta héldi áfram að þeir myndu gera skemmtilega hluti saman því þeir bæta hvorn annan svo mikið upp.“ Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti frá því við munum eftir honum,“ segir Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Nikulássonar Hannigan, annars söngvara Hatara. Iceland Music News, kómískur fjölmiðill á vegum Hatara, ræddi við foreldra söngvara Hatara til að kynnast söngvurunum betur. „Svo er hann ljúfur og skemmtilegur á sama tíma,“ segir Nikulás, faðir Klemensar. Rán bætir við að þau elski son sinn mjög mikið. „Við erum náttúrulega algjörlega hlutlaus,“ segir Nikulás og skellir upp úr.Ekki rosa celeb „Matthías er spekingur. Hann sagði kannski ekki endilega mikið en oft datt upp úr honum eitthvað sem að hljómaði eins og einhver myndi segja sem væri miklu eldri en hann. Hann fór oft á dýptina en hann var líka mjög fylginn sér,“ segir Ágústa Kristín Andersen, stjúpmóðir Matthíasar. „Hann hefur heilunarmátt. Hann uppgötvaðist á leikskóla. Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau, hafa þau góð. Ekki leiðinleg, erfið,“ segir faðirinn Haraldur Flosi Tryggvason. Jórunn Elenóra, systir Matthíasar, segist ekki líta á bróður sinn sem einhverja stjörnu. „Hann er bara mjög skemmtilegur og góður bróðir myndi ég segja. Og ég hef lært mjög mikið af honum. Matti verður alltaf Matti fyrir mér. Hann er bara bróðir minn og ekki beint eitthvað rosa celeb.“Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn TumiRosalega ólíkir „Í alvöru talað þá hefur þessi hugsjónamennska fylgt honum ansi lengi. Hann hefur áhrif á mann. Maður áttar sig á því að hann er sérstakur drengur. Það var mjög áberandi hvað hann var ljúfur, blíður og mikill hugsuður.“ Rán, móðir Klemensar, segir alltaf hafa verið mjög sterkt samband á milli þeirra frænda.Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina á þriðjudaginn.Vísir/Kolbeinn Tumi„Rosalega ólíkir alveg frá byrjun. Matthías var mjög stór og þungur og Klemens lítill og léttur, upp um allan veggi. Við fórum með hann þrettán sinnum upp á slysavarðsstofu því hann var alltaf að detta í svona ævintýramennsku. En þeir hafa alltaf náð mjög sérstöku sambandi og alltaf verið í svona ævintýrum,“ segir Rán um hvernig þeir léku sér saman sem krakkar. „Ég sá alltaf fyrir mér að ef þetta héldi áfram að þeir myndu gera skemmtilega hluti saman því þeir bæta hvorn annan svo mikið upp.“
Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira