Völdu hvíldardag gyðinga frekar en Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 15:00 Áttmenningarnir í The Shalva Band. Skemmtiatriðið á Eurovision í kvöld mun vafalítið vekja verðskuldaða athygli. Um er að ræða oktettinn The Shalva Band sem er skipaður átta ungum einstaklingum sem glíma við einhvers konar fötlun. Sveitin tók þátt í undankeppni Eurovision í Ísrael, Rising Star, og komst í úrslit. Sveitin dró sig aftur á móti úr keppni þegar í ljós kom að sigurvegarinn, atriðið sem færi í Eurovision, þyrfti að æfa á vikulegum hvíldardögum gyðinga. Var því mótmælt að skipuleggjendur keppninnar í Ísrael gerðu strangtrúuðum gyðingum erfitt fyrir að krefjast þess að æft yrði einnig á hvíldardögum. Eftir vangaveltur ákvað sveitin hætta við þátttöku. „Við komumst ekki í Eurovision þá leið sem við ætluðum okkur,“ segir söngkonan Dina Samteh. „En samt sem áður vorum við valin til að koma fram fyrir hönd Ísrael svo hingað erum við komin til að deila boðskap okkar - og það er mikill heiður,“ sagði Samteh á blaðamannafundi í keppnishöllinni í Tel Aviv í gær. „Þegar við byrjuðum að spila saman gekk fólk bara út úr herberginu. En við lögðum mikið á okkur, bættum okkur og höfðum trúna. Eftir mikla vinnu komumst við í Rising Star,“ sagði stjórnandi sveitarinnar, Shai Ben-Shushan. Hann segir sveitina hafa haft mikil áhrif á ísraelskt samfélag. „Þegar við göngum um göturnar í dag tekur fólk okkur fagnandi. Ekki vegna þess að við séum einhver fyrirbæri heldur af því við erum góð í því sem við gerum.“ Sveitin mun flytja lagið A Million Dreams úr myndinni The Greatest Showman. Eurovision Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Skemmtiatriðið á Eurovision í kvöld mun vafalítið vekja verðskuldaða athygli. Um er að ræða oktettinn The Shalva Band sem er skipaður átta ungum einstaklingum sem glíma við einhvers konar fötlun. Sveitin tók þátt í undankeppni Eurovision í Ísrael, Rising Star, og komst í úrslit. Sveitin dró sig aftur á móti úr keppni þegar í ljós kom að sigurvegarinn, atriðið sem færi í Eurovision, þyrfti að æfa á vikulegum hvíldardögum gyðinga. Var því mótmælt að skipuleggjendur keppninnar í Ísrael gerðu strangtrúuðum gyðingum erfitt fyrir að krefjast þess að æft yrði einnig á hvíldardögum. Eftir vangaveltur ákvað sveitin hætta við þátttöku. „Við komumst ekki í Eurovision þá leið sem við ætluðum okkur,“ segir söngkonan Dina Samteh. „En samt sem áður vorum við valin til að koma fram fyrir hönd Ísrael svo hingað erum við komin til að deila boðskap okkar - og það er mikill heiður,“ sagði Samteh á blaðamannafundi í keppnishöllinni í Tel Aviv í gær. „Þegar við byrjuðum að spila saman gekk fólk bara út úr herberginu. En við lögðum mikið á okkur, bættum okkur og höfðum trúna. Eftir mikla vinnu komumst við í Rising Star,“ sagði stjórnandi sveitarinnar, Shai Ben-Shushan. Hann segir sveitina hafa haft mikil áhrif á ísraelskt samfélag. „Þegar við göngum um göturnar í dag tekur fólk okkur fagnandi. Ekki vegna þess að við séum einhver fyrirbæri heldur af því við erum góð í því sem við gerum.“ Sveitin mun flytja lagið A Million Dreams úr myndinni The Greatest Showman.
Eurovision Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira