Blautt og hlýtt sumar í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 10:12 Sumarið verður blautt og heitt, ef marka má spá Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Vísir/vilhelm Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár. Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Veðurlag sumarsins mun einkennast af þokkalegum hlýindum, einkum á hálendinu og fyrir norðan og austan. Þá er spáð meiri úrkomu en að jafnaði á sömu svæðum. Þetta kemur fram í nýrri þriggja mánaða spá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings fyrir júní, júlí og ágúst sem birt er á vefsíðunni Blika.is.Skammt öfganna á milli Einar byggir spá sína á gögnum frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, ECMWF. Í spánni segir m.a. að sjór verði allt að 1 til 2 stigum hlýrri en að jafnaði norður og austur af landinu en kaldari sjó er hins vegar spáð að jafnaði suðvestur undan landinu og almennt verður sjór kaldari þvert yfir Atlantshafið. Þetta muni koma til með að hafa áhrif á veðurfar. „Kælir að sumri og veldur frekar skýjum en annars sem og úrkomu í þeim tilvikum þegar loft kemur úr þeirri átt,“ segir Einar. Þegar litið er til „stöðunnar í háloftunum“, þ.e. lofthringrás umhverfis norðurhvelið, muni mögulega skiptast á ólíkir veðurkaflar. „Skammt verður öfganna á milli, en jafnast út í meðaltalinu.“ Þá eru þrýstifrávik ógreinileg við Ísland, að sögn Einars. Hærri þrýsting suður í höfum og suður af Alaska megi túlka sem óvissu á okkar slóðum, en einnig meiri breytileika í veðurfari og síður einsleitt tíðarfar. Meðalhiti og -úrkoma í efsta þriðjungi Um hita á landinu í sumar segir Einar að merkja megi greinilega hlý frávik fyrir norðan og austan, eins og svo oft áður. Óvissa ríkir þó enn um hitann fyrir sunnan. „60-70% líkur á að meðalhiti verði í efsta þriðjungi á hálendinu og innsveitum fyrir norðan og austan. Erfiðara að segja til um hitafrávik sunnanlands.“ Þá má gera ráð fyrir meiri úrkomu á sömu landsvæðum og hlýindin verða mest. Þannig séu 50-60% líkur á markvert meiri rigningu á hálendinu sem og austanlands. Þetta sé sennilega einnig til marks um breytilegt veðurlag í sumar, þar sem engin sérstök vindátt verði ríkjandi. Íslendingar töldu sig margir svikna af tíðarfari síðasta sumars, einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í lok júlí í fyrra hafði mælst mesta úrkoma í Reykjavík fyrstu fjórtán vikur sumarsins síðan mælingar hófust. Þá var sólarleysið á Suðvesturlandi metið óvenjulegt en hlýindi mældust þó yfir meðallagi á Austurlandi, líkt og vænta má í ár.
Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira