Rétt er að taka fram að ekki er um tvö atkvæði að ræða, heldur tvö stig, sem lögin fá frá áhorfendum og dómnefndum landanna.
Þar að auki greinir Jon Ola frá því að nokkur samhljómur hafi verið með atkvæðum dómnefnda og áhorfenda. Af þeim 10 lögum sem komust áfram í gær voru áhorfendur og dómarar sammála um 8 þeirra.
I can now reveal that the score difference between #10 and #11 in last night's first Semi-Final was just 2 points. Out of the 10 qualifiers, juries and televoters agreed about 8 out of 10. Your vote matters! #Eurovision #DareToDream
— Jon Ola Sand (@jonolasand) May 15, 2019
Sjá einnig: Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand
Sem fyrr segir komust 10 lög áfram í gær og munu þau keppa til úrslita á laugardag. Hatari mun stíga á svið á síðari hluta úrslitakvöldsins, sem þykir vænlegt til árangurs. Sjö af síðustu tíu sigurlögum hafa þannig verið flutt í síðari hlutanum.
Þjóðirnir sem eru komnar í úrslit eru eftirfarandi, en 10 þjóðir bætast við á morgun:
Grikkland
Hvíta-Rússland
Serbía
Kýpur
Eistland
Tékkland
Ástralía
Ísland
San Marínó
Slóvenía
Spánn
Ítalía
Ísrael
Frakkland
Bretland
Þýskaland