Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 15. maí 2019 09:00 Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni eldsnemma í morgun. Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019 Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019
Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira