Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 15. maí 2019 09:00 Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni eldsnemma í morgun. Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019 Eurovision Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019
Eurovision Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira