Styttist í stóru stundina í Tel Aviv: Þetta verða lengstu klukkustundir í lífi okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 12:30 Lee Proud brá á leik með blaðamanni fyrir utan Dan Panorama hótel íslenska liðsins í morgun. Vísir/Kolbeinn Tumi Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30