Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 11:30 Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina. Vísir/Kolbeinn Tumi Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Eurovision Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina.
Eurovision Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira