Rafiðnaðarsambandið gerist bakhjarl UN Women á Íslandi Heimsljós kynnir 14. maí 2019 09:30 UN Women. Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkti á þingi sínu á dögunum að gerast bakhjarl landsnefndar UN Women á Íslandi, til næstu fjögurra ára. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, afhenti UN Women á Íslandi styrk við lok þingsins. Í kjölfar þingsetningar á fimmtudaginn var, hófst Rakarastofuráðstefna á vegum UN Women á Íslandi undir yfirskriftinni „Kynjajafnrétti snertir okkur öll – vertu breytingin“, þar sem Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður UN Women og Þorsteinn V. Einarsson, ritstjóri Karlmennskunnar, héldu erindi en Þórey Vilhjálmsdóttir, stjórnarkona UN Women stýrði fundinum. Að erindum loknum ræddu þátttakendur þingsins í smærri hópum, kynbundna mismunun, hvernig virkja megi karlmenn enn frekar í jafnréttisbaráttunni og hvernig skapa megi menningu þar sem við öll njótum okkar óháð kyni. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ segir sambandið leggja mikla áherslu á að fjölga konum í fagstéttum sambandsins enda sé það hagur allra að hafa kynjahlutföllin sem jöfnust. „Við reynum hvað við getum til þess að stuðla að umræðu um jafnréttismál og tryggja að öllum sé tekið opnum örmum í okkar greinum, úti á vinnumarkaði, í félagsstarfinu eða hvar sem við erum. Það að hafa efnt til umræðna um kynjajafnrétti á þingi sambandsins teljum við vera skref í rétta átt, það er heilmikið verkefni framundan hjá okkur og við hlökkum til þessa samstarfs á komandi árum.“ „Við hjá UN Women á Íslandi erum gríðarlega þakklát og stolt af samstarfinu við Rafiðnaðarsamband Íslands. Samstarfið gefur okkur hjá UN Women byr undir báða vængi í baráttunni fyrir bættum mannréttindum kvenna um allan heim. Með samstarfinu og fjárstyrknum tekur RSÍ þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim og valdefla konur og stúlkur efnahagslega sem og á sviði stjórnmála. Síðast en ekki síst tekur RSÍ þátt í að gera líf kvenna og stúlkna á átaka- og hamfarasvæðum, bærilegra með því að veita þeim helstu nauðsynjar til að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum,“ segir Marta Goðadóttir, herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi. „RSÍ má vera stolt af þessu skrefi og taka þetta eldfima málefni á þingi sínu fyrir sem snertir jú okkur öll.“ Markmið Rakarastofuráðstefna UN Women er að skapa rými til að ræða jafnréttismál og hvernig við öll, með sérstakri áherslu á karlmenn og stráka, getum orðið virkari í baráttunni fyrir kynjajafnrétti enda um heildarhagsmuni samfélagsins að ræða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent
Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkti á þingi sínu á dögunum að gerast bakhjarl landsnefndar UN Women á Íslandi, til næstu fjögurra ára. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, afhenti UN Women á Íslandi styrk við lok þingsins. Í kjölfar þingsetningar á fimmtudaginn var, hófst Rakarastofuráðstefna á vegum UN Women á Íslandi undir yfirskriftinni „Kynjajafnrétti snertir okkur öll – vertu breytingin“, þar sem Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður UN Women og Þorsteinn V. Einarsson, ritstjóri Karlmennskunnar, héldu erindi en Þórey Vilhjálmsdóttir, stjórnarkona UN Women stýrði fundinum. Að erindum loknum ræddu þátttakendur þingsins í smærri hópum, kynbundna mismunun, hvernig virkja megi karlmenn enn frekar í jafnréttisbaráttunni og hvernig skapa megi menningu þar sem við öll njótum okkar óháð kyni. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ segir sambandið leggja mikla áherslu á að fjölga konum í fagstéttum sambandsins enda sé það hagur allra að hafa kynjahlutföllin sem jöfnust. „Við reynum hvað við getum til þess að stuðla að umræðu um jafnréttismál og tryggja að öllum sé tekið opnum örmum í okkar greinum, úti á vinnumarkaði, í félagsstarfinu eða hvar sem við erum. Það að hafa efnt til umræðna um kynjajafnrétti á þingi sambandsins teljum við vera skref í rétta átt, það er heilmikið verkefni framundan hjá okkur og við hlökkum til þessa samstarfs á komandi árum.“ „Við hjá UN Women á Íslandi erum gríðarlega þakklát og stolt af samstarfinu við Rafiðnaðarsamband Íslands. Samstarfið gefur okkur hjá UN Women byr undir báða vængi í baráttunni fyrir bættum mannréttindum kvenna um allan heim. Með samstarfinu og fjárstyrknum tekur RSÍ þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim og valdefla konur og stúlkur efnahagslega sem og á sviði stjórnmála. Síðast en ekki síst tekur RSÍ þátt í að gera líf kvenna og stúlkna á átaka- og hamfarasvæðum, bærilegra með því að veita þeim helstu nauðsynjar til að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum,“ segir Marta Goðadóttir, herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi. „RSÍ má vera stolt af þessu skrefi og taka þetta eldfima málefni á þingi sínu fyrir sem snertir jú okkur öll.“ Markmið Rakarastofuráðstefna UN Women er að skapa rými til að ræða jafnréttismál og hvernig við öll, með sérstakri áherslu á karlmenn og stráka, getum orðið virkari í baráttunni fyrir kynjajafnrétti enda um heildarhagsmuni samfélagsins að ræða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent