Fá helminginn af atkvæðunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2019 11:00 Tíu þjóðir af þeim sautján sem keppa í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið komast í úrslitin. Thomas Hanses Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar. Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar.
Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33
Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15