Hatari fagnaði tvöföldu afmæli og skellti sér á BDSM-klúbb Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 11. maí 2019 08:00 Matthías Tryggvi Haraldsson var að sjálfsögðu með í för þegar Hatari skellti sér á heimavöll í Tel Aviv, BDSM-klúbb. Thomas Hanses Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið. Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið.
Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00
Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00