Hatari fagnaði tvöföldu afmæli og skellti sér á BDSM-klúbb Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 11. maí 2019 08:00 Matthías Tryggvi Haraldsson var að sjálfsögðu með í för þegar Hatari skellti sér á heimavöll í Tel Aviv, BDSM-klúbb. Thomas Hanses Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið. Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið.
Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00
Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00