"Spurning hvort breytingar henti okkur mönnunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 20:00 Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling. Loftslagsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni hefur verið fjallað um líkleg áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið á Íslandi á komandi árum. Dýrafræðingur telur líklegt að um níutíu prósent tegunda við Ísland hverfi á næstu fimmtíu árum vegna breyttra skilyrða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur telur víst að tegundasemsetningin hér á landi muni breytast á næstu árum. „Skordýr bregðast eiginlega strax við og á fáeinum árum getur maður séð umtalsverðar breytingar," segir hann. Aukinn innflutningur og hlýnun núna upp á síðkastið beri með sér landnema. „Það eru alltaf að berast pöddur með varningi. Svo er bara spurning hvort þær finni aðstæður til þess að setjast að. Eftir því sem hlýnar þá batna aðstæður fyrir ansi margar tegundir. Þannig undanfarin ár höfum við fengið töluvert mikið af landnemum," segir Erling.Klaufhali hefur loksins fundið réttar aðstæður hér á landi.Meinsemdir á birkitrjám, bjöllur og fiðrildi séu meðal þeirra. Þá megi einnig nefna klaufhala, sem hefur loksins fundið réttar aðstæður og sest að, eftir að hafa gert nokkrar tilraunir. „Hann hefur verið að berast hér með grænmeti í gegnum tíðina en nú er hann orðinn alveg fastur í sessi. Það er gott dæmi um tegund sem er búin að gera margar tilraunir en svo allt í einu kom að því. Að aðstæður voru honum í hag," segir Erling. Hann bendir á að hver einasta skordýrategund gegni hlutverki í viskerfinu hér á landi og falli einhverjar út vegna breyttra aðstæðna komi aðrar í staðinn. „Þannig að vistkerfið verður í sjálfu sér áfram þjónustað. En á einhvern breyttan hátt. Og svo er spurning hvort það hentar okkur mönnum eða ekki. Það kemur bara í ljós," segir Erling.
Loftslagsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira