Þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir stuðning vegna Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. maí 2019 17:45 Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“ Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15
Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32
Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45
Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47