Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2019 17:07 Nýi Herjólfur í Póllandi en hann leggur af stað til Eyja þann 9. júní. Vegagerðin Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, en samningar tókust í vikunni á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu skipsins. „Við erum að koma áhöfn út núna um helgina og það mun taka okkur einhverja daga í Póllandi að gera skipið sjóklárt til heimsiglingar. Við gerum ráð fyrir því að vera búin að ljúka því um aðra helgi og stefnum að því sigla skipinu heim frá Póllandi 9. júní,“ segir Guðbjartur. Siglingin frá Póllandi til Vestmannaeyja mun taka um fimm til sex sólarhringa en að öllum líkindum þarf að stoppa til að taka olíu í Færeyjum. „Svo við erum með áætlun um að sigla inn til Vestmannaeyja 15. júní. Við erum að reyna að vinna okkur í gegnum það að stytta þann tíma sem það tekur að setja skipið í rekstur. Skipið er fullbúið og það er ekkert óvænt sem við eigum von á við að fá það afhent. En það mun taka okkur 10 til 15 daga að koma því í rekstur þannig að við erum að stefna að því að vera komin með það í rekstur fyrir mánaðamótin júní/júlí,“ segir Guðbjartur. Hann segir tímabundinn samning í gildi á milli rekstrarfélags Herjólfs og Vegagerðarinnar um að eldri Herjólfur verði áfram til taks í Eyjum. Er það ekki síst vegna þess að enn á eftir að reyna nýja skipið á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, en samningar tókust í vikunni á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu skipsins. „Við erum að koma áhöfn út núna um helgina og það mun taka okkur einhverja daga í Póllandi að gera skipið sjóklárt til heimsiglingar. Við gerum ráð fyrir því að vera búin að ljúka því um aðra helgi og stefnum að því sigla skipinu heim frá Póllandi 9. júní,“ segir Guðbjartur. Siglingin frá Póllandi til Vestmannaeyja mun taka um fimm til sex sólarhringa en að öllum líkindum þarf að stoppa til að taka olíu í Færeyjum. „Svo við erum með áætlun um að sigla inn til Vestmannaeyja 15. júní. Við erum að reyna að vinna okkur í gegnum það að stytta þann tíma sem það tekur að setja skipið í rekstur. Skipið er fullbúið og það er ekkert óvænt sem við eigum von á við að fá það afhent. En það mun taka okkur 10 til 15 daga að koma því í rekstur þannig að við erum að stefna að því að vera komin með það í rekstur fyrir mánaðamótin júní/júlí,“ segir Guðbjartur. Hann segir tímabundinn samning í gildi á milli rekstrarfélags Herjólfs og Vegagerðarinnar um að eldri Herjólfur verði áfram til taks í Eyjum. Er það ekki síst vegna þess að enn á eftir að reyna nýja skipið á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40