Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:45 Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Vísir/Vilhelm Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent