Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:35 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ætlaði ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld drægist þingundur mikið á langinn í morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15