Kanadamenn komust yfir snemma leiks og leiddu eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta jöfnuðu Finnar metin með marki Marko Anttila.
Hann var aftur að verki í upphafi þriðja leikhluta og kom Finnum í 2-1. Harri Pesonen gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok og tryggði Finnum heimsmeistaratitilinn.
Þetta er í þriðja sinn í sögunni sem Finnar verða heimsmeistarar í íshokkí og það varð hreinlega allt vitlaust í Finnlandi.
Á YouTube-síðunni Timo Wilderness má sjá rúmlega þriggja mínútna myndband þar sem er búið að klippa saman fimm klukkustunda fagnaðarlæti í Finnlandi og hvernig þeir gera hlutina þegar landsliðið verður heimsmeistari.
Það má með sanni segja að þeir fari alla leið eins og sjá má hér að neðan.