Sextán liða úrslitin hefjast í kvöld: Vestri ætlar sér sigur í Grindavík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2019 12:00 Grindvíkingar fá Vestramenn í heimsókn. vísir/daníel þór Sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla hefjast í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík taka heimamenn á móti 2. deildarliði Vestra. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, mætir þar á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Grindavík á árunum 2002-03. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Mér líst ljómandi vel á leikinn á morgun. Allir eru gríðarlega spenntir að fara til Grindavíkur. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur að mæta liði í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Við förum til Grindavíkur til að vinna. Það er bara þannig. Stefnan er að komast í 8-liða úrslit.“ Klukkan 18:00 mætast Víkingur R. og KA á Eimskipsvellinum í Laugardal. Þetta er einn þriggja leikja milli liða í Pepsi Max-deildinni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Í annað sinn á sex dögum mætast grannliðin Keflavík og Njarðvík. Þau gerðu markalaust jafntefli í Njarðvík í 4. umferð Inkasso-deildarinnar á fimmtudaginn. Leikur liðanna á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Einn leikur verður á morgun. Klukkan 17:00 mætast ÍBV og Fjölnir á Hásteinsvelli. Sextán liða úrslitunum lýkur svo með fjórum leikjum á fimmtudaginn. Völsungur, sem er í 2. deild, tekur á móti KR, topplið Pepsi Max-deildarinnar, ÍA, sækir FH heim, Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag og í Laugardalnum tekur Þróttur R. á móti Fylki. 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla28. maí: 18:00 Grindavík - Vestri (Stöð 2 Sport) 18:00 Víkingur R. - KA 19:15 Keflavík - Njarðvík (Stöð 2 Sport 2)29. maí 17:00 ÍBV - Fjölnir30. maí 14:00 Völsungur - KR (Stöð 2 Sport 2) 16:00 FH - ÍA (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - HK (Stöð 2 Sport) 19:15 Þróttur R. - Fylkir Mjólkurbikarinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla hefjast í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík taka heimamenn á móti 2. deildarliði Vestra. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, mætir þar á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Grindavík á árunum 2002-03. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Mér líst ljómandi vel á leikinn á morgun. Allir eru gríðarlega spenntir að fara til Grindavíkur. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur að mæta liði í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Við förum til Grindavíkur til að vinna. Það er bara þannig. Stefnan er að komast í 8-liða úrslit.“ Klukkan 18:00 mætast Víkingur R. og KA á Eimskipsvellinum í Laugardal. Þetta er einn þriggja leikja milli liða í Pepsi Max-deildinni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Í annað sinn á sex dögum mætast grannliðin Keflavík og Njarðvík. Þau gerðu markalaust jafntefli í Njarðvík í 4. umferð Inkasso-deildarinnar á fimmtudaginn. Leikur liðanna á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Einn leikur verður á morgun. Klukkan 17:00 mætast ÍBV og Fjölnir á Hásteinsvelli. Sextán liða úrslitunum lýkur svo með fjórum leikjum á fimmtudaginn. Völsungur, sem er í 2. deild, tekur á móti KR, topplið Pepsi Max-deildarinnar, ÍA, sækir FH heim, Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag og í Laugardalnum tekur Þróttur R. á móti Fylki. 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla28. maí: 18:00 Grindavík - Vestri (Stöð 2 Sport) 18:00 Víkingur R. - KA 19:15 Keflavík - Njarðvík (Stöð 2 Sport 2)29. maí 17:00 ÍBV - Fjölnir30. maí 14:00 Völsungur - KR (Stöð 2 Sport 2) 16:00 FH - ÍA (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - HK (Stöð 2 Sport) 19:15 Þróttur R. - Fylkir
Mjólkurbikarinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira