Úthlutað úr barnamenningarsjóði í fyrsta sinn í dag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 20:00 Þrjátíu og sex styrkir voru veittir en 108 umsóknir bárust. Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún. Börn og uppeldi Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún.
Börn og uppeldi Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira