Íslandi miðar vel í átt að heimsmarkmiðunum Heimsljós kynnir 23. maí 2019 09:30 Ísland hefur þegar náð talsverðum hluta undirmarkmiða Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, einkum þeim sem snúa að fræðslu fullorðinna, kunnáttu í upplýsingatækni, hlutfalli endurnýjanlegrar orku og loftgæðum. Hins vegar erum við fjarri því að ná 5% undirmarkmiðanna, meðal annars hvað varðar orkunýtingu og spilliefni. Mörg þróaðra ríkja í heiminum eiga talsvert í land með að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem eiga að vera í höfn árið 2030, eftir aðeins ellefu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, skortir helst upp á markmiðin um að draga úr fátækt, atvinnu ungs fólks, menntun og þjálfun, jafnrétti og talnalæsi. Mælikvarðar 105 undirmarkmiða af 169 voru rýndir. Flestar velmegandi þjóðanna standa vel þegar kemur að aðgengi að rafmagni, farsímanetum og hreinlæti, þjóðirnar hafa uppfyllt markmið sem tengjast mæðra- og ungbarnadauða, og miklar framfarir eru sýnilegar í baráttunni gegn sjúkdómum á borð við alnæmi, berkla og lifrarbólgu B, auk þess sem umferðarslysum fækkar. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr reykingum og þróaðar þjóðir tileinka sér í vaxandi mæli endurnýjanlega orkugjafa. Hins vegar reynist þeim örðugra með markmið eins og að draga úr kynjamun og ójöfnuði. Þá er lýst áhyggjum af minnkandi hagvexti og framleiðni í mörgum landanna. Fram kemur í skýrslunni að einn af hverjum sjö íbúum OECD þjóðanna búi við fátækt, og fjórðungur unglinga og fullorðinna skorti grunnfærni í talnalæsi. Þá segir í skýrslunni að offita og atvinnuleysi hafi aukist í þriðjungi ríkjanna frá árinu 2005, og í þrettán ríkjum hafi hlutfall bólusettra minnkað á síðustu árum. Skýrsluhöfundar benda á að skortur er á gögnum á mörgum sviðum sem breytt gætu niðurstöðunni umtalsvert. Einkum er skortur á gögnum um höfin, sjálfbæra framleiðslu, borgir og leiðir til að draga úr ójöfnuði. Á þessum sviðum eru innan við 40% undirmarkmiðanna mæld. Hins vegar er rúmlega 90% markmiða mæld á sviðum eins og heilsu, innviðum og menntun. Skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði sem hluti af landsrýni Íslands. Skýrslan, unnin af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin, var á þriggja vikna tímabili í samráðsgátt stjórnvalda og alls bárust átta umsagnir. Endanleg útgáfa skýrslunnar tekur mið af þeim. Skýrslan: Measuring Distance to the SDG Targets 2019/ OECD Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent
Ísland hefur þegar náð talsverðum hluta undirmarkmiða Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, einkum þeim sem snúa að fræðslu fullorðinna, kunnáttu í upplýsingatækni, hlutfalli endurnýjanlegrar orku og loftgæðum. Hins vegar erum við fjarri því að ná 5% undirmarkmiðanna, meðal annars hvað varðar orkunýtingu og spilliefni. Mörg þróaðra ríkja í heiminum eiga talsvert í land með að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem eiga að vera í höfn árið 2030, eftir aðeins ellefu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, skortir helst upp á markmiðin um að draga úr fátækt, atvinnu ungs fólks, menntun og þjálfun, jafnrétti og talnalæsi. Mælikvarðar 105 undirmarkmiða af 169 voru rýndir. Flestar velmegandi þjóðanna standa vel þegar kemur að aðgengi að rafmagni, farsímanetum og hreinlæti, þjóðirnar hafa uppfyllt markmið sem tengjast mæðra- og ungbarnadauða, og miklar framfarir eru sýnilegar í baráttunni gegn sjúkdómum á borð við alnæmi, berkla og lifrarbólgu B, auk þess sem umferðarslysum fækkar. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr reykingum og þróaðar þjóðir tileinka sér í vaxandi mæli endurnýjanlega orkugjafa. Hins vegar reynist þeim örðugra með markmið eins og að draga úr kynjamun og ójöfnuði. Þá er lýst áhyggjum af minnkandi hagvexti og framleiðni í mörgum landanna. Fram kemur í skýrslunni að einn af hverjum sjö íbúum OECD þjóðanna búi við fátækt, og fjórðungur unglinga og fullorðinna skorti grunnfærni í talnalæsi. Þá segir í skýrslunni að offita og atvinnuleysi hafi aukist í þriðjungi ríkjanna frá árinu 2005, og í þrettán ríkjum hafi hlutfall bólusettra minnkað á síðustu árum. Skýrsluhöfundar benda á að skortur er á gögnum á mörgum sviðum sem breytt gætu niðurstöðunni umtalsvert. Einkum er skortur á gögnum um höfin, sjálfbæra framleiðslu, borgir og leiðir til að draga úr ójöfnuði. Á þessum sviðum eru innan við 40% undirmarkmiðanna mæld. Hins vegar er rúmlega 90% markmiða mæld á sviðum eins og heilsu, innviðum og menntun. Skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði sem hluti af landsrýni Íslands. Skýrslan, unnin af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin, var á þriggja vikna tímabili í samráðsgátt stjórnvalda og alls bárust átta umsagnir. Endanleg útgáfa skýrslunnar tekur mið af þeim. Skýrslan: Measuring Distance to the SDG Targets 2019/ OECD Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent