„Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Rakel Steinarsdóttir tók af urðunarsvæðinu á Vesturlandi. Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði. Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði.
Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira