Gísli Marteinn efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 19:32 Sleggjan var komin aftur á sinn stað á seinni sviðsæfingunni í gær. Thomas Hanses Sjónvarpsmaðurinn og Eurovision-kynnirinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann verði hissa ef EBU taki harkalega á gjörningi Hatara í Eurovision þegar meðlimir hljómsveitarinnar strengdu á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gísla Marteins þar sem hann gerir upp keppnina í ár. Hann segir árangur Hatara vera stórglæsilegan. „Við endum í 10. sæti af 41 þjóð, unnum símakosninguna í okkar riðli og urðum í 6. sæti í símakosningunni í úrslitunum. Hinn góði árangur felst þó ekki síst í framgöngu Hatara, bæði á sviðinu og utan þess,“ skrifar Gísli Marteinn og vísar þar í að fjallað hafi verið um Hatara og skilaboð þeirra í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Þannig hafi fánagjörningurinn í raun verið ópólítískari yfirlýsing en atriðið sjálft. „Palestína er fullvalda ríki sem við Íslendingar viðurkennum sem slíkt. Við Rúv-arar vitum auðvitað vel að þau máttu ekki sýna fánaliti þeirra á þessum tímapunkti og hefðum ekki samþykkt það ef við hefðum verið spurð,“ segir Gísli Marteinn. Komið hefur fram að gjörningur Hatara verði ræddur á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar, eftir tvær vikur. Gísli Marteinn telur sem fyrr segir að ólíklegt sé að framkvæmdastjórnin muni bregðast hart við. „En ég væri mjög hissa ef EBU tæki harkalega á þessu í ljósi fjölmargra annara dæma um þjóðfána annarra ríkja í keppninni og sömuleiðis yfirlýsingar Madonnu á sviðinu skömmu áður. (Ef Eivör hefði tekið þátt í keppninni fyrir okkar hönd 2003 (þegar hún var í forkeppninni) og sveiflað færeyska fánanum í græna herberginu, væru einhverjir á Íslandi þá að ræða brot á reglum keppninnar?),“ skrifar Gísli Marteinn. Eurovision Tengdar fréttir EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og Eurovision-kynnirinn Gísli Marteinn Baldursson segir að hann verði hissa ef EBU taki harkalega á gjörningi Hatara í Eurovision þegar meðlimir hljómsveitarinnar strengdu á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gísla Marteins þar sem hann gerir upp keppnina í ár. Hann segir árangur Hatara vera stórglæsilegan. „Við endum í 10. sæti af 41 þjóð, unnum símakosninguna í okkar riðli og urðum í 6. sæti í símakosningunni í úrslitunum. Hinn góði árangur felst þó ekki síst í framgöngu Hatara, bæði á sviðinu og utan þess,“ skrifar Gísli Marteinn og vísar þar í að fjallað hafi verið um Hatara og skilaboð þeirra í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Þannig hafi fánagjörningurinn í raun verið ópólítískari yfirlýsing en atriðið sjálft. „Palestína er fullvalda ríki sem við Íslendingar viðurkennum sem slíkt. Við Rúv-arar vitum auðvitað vel að þau máttu ekki sýna fánaliti þeirra á þessum tímapunkti og hefðum ekki samþykkt það ef við hefðum verið spurð,“ segir Gísli Marteinn. Komið hefur fram að gjörningur Hatara verði ræddur á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar, eftir tvær vikur. Gísli Marteinn telur sem fyrr segir að ólíklegt sé að framkvæmdastjórnin muni bregðast hart við. „En ég væri mjög hissa ef EBU tæki harkalega á þessu í ljósi fjölmargra annara dæma um þjóðfána annarra ríkja í keppninni og sömuleiðis yfirlýsingar Madonnu á sviðinu skömmu áður. (Ef Eivör hefði tekið þátt í keppninni fyrir okkar hönd 2003 (þegar hún var í forkeppninni) og sveiflað færeyska fánanum í græna herberginu, væru einhverjir á Íslandi þá að ræða brot á reglum keppninnar?),“ skrifar Gísli Marteinn.
Eurovision Tengdar fréttir EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. 20. maí 2019 12:30
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36
Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Morðhótanir og svívirðingar í tugatali við færslur Hatara-meðlima á samfélagsmiðlum. 20. maí 2019 11:30