Fegraði Madonna Eurovision-flutning sinn eftir á? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 18:18 Madonna hefur átt betri daga á sviði en síðastliðinn laugardag. Michael Campanella/Getty Svo virðist sem bandaríska söngkonan Madonna hafi ákveðið að „fínpússa“ frammistöðu sína á úrslitakvöldi Eurovision þar sem hún lék listir sínar á meðan Evrópa kaus Holland til sigurs í keppninni. Söngkonan hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir frammistöðu sína á úrslitakvöldinu en óhætt er að segja að hún hafi ekki verið upp á sitt besta þegar kom að því að halda lagi. Mörgum þótti söngur Madonnu vera nokkuð langt frá þeim gæðastuðli sem margir vita að í söngkonunni býr.Madonna er ekki að gera sér neina greiða með þessum söng. #ESC2019#Eurovision#12stig — Svala Jonsdottir (@svalaj) May 18, 2019 Madonna jafn slæm og hárið á Theresu May. #12stig — Rikki G (@RikkiGje) May 18, 2019 Madonna er pípandi fölsk . Hvar er autotjúnið? #12stig — Halldor Bragason (@bluesice) May 18, 2019 Eitthvað virðist poppdívan sjálf hafa verið óánægð með flutning sinn en myndbandi af atriði hennar á stóra sviðinu hefur nú verið hlaðið upp á opinbera YouTube-rás hennar. Söngurinn í því myndbandi er þó töluvert frábrugðinn því sem söngkonan bauð upp á í beinni Eurovision-útsendingu á laugardaginn. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Það fyrra er myndband af YouTube-rás Madonnu, en það seinna af beinu útsendingunni frá atriðinu. Ljóst er að átt hefur verið við hljóðið í seinna myndbandinu með einhverjum hætti og söngur Madonnu fegraður. Sjón, eða hlustun í þessu tilviki, er sögu ríkari.Af YouTube-rás Madonnu:Úr beinni útsendingu frá Eurovision: Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur. 18. maí 2019 14:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Svo virðist sem bandaríska söngkonan Madonna hafi ákveðið að „fínpússa“ frammistöðu sína á úrslitakvöldi Eurovision þar sem hún lék listir sínar á meðan Evrópa kaus Holland til sigurs í keppninni. Söngkonan hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir frammistöðu sína á úrslitakvöldinu en óhætt er að segja að hún hafi ekki verið upp á sitt besta þegar kom að því að halda lagi. Mörgum þótti söngur Madonnu vera nokkuð langt frá þeim gæðastuðli sem margir vita að í söngkonunni býr.Madonna er ekki að gera sér neina greiða með þessum söng. #ESC2019#Eurovision#12stig — Svala Jonsdottir (@svalaj) May 18, 2019 Madonna jafn slæm og hárið á Theresu May. #12stig — Rikki G (@RikkiGje) May 18, 2019 Madonna er pípandi fölsk . Hvar er autotjúnið? #12stig — Halldor Bragason (@bluesice) May 18, 2019 Eitthvað virðist poppdívan sjálf hafa verið óánægð með flutning sinn en myndbandi af atriði hennar á stóra sviðinu hefur nú verið hlaðið upp á opinbera YouTube-rás hennar. Söngurinn í því myndbandi er þó töluvert frábrugðinn því sem söngkonan bauð upp á í beinni Eurovision-útsendingu á laugardaginn. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Það fyrra er myndband af YouTube-rás Madonnu, en það seinna af beinu útsendingunni frá atriðinu. Ljóst er að átt hefur verið við hljóðið í seinna myndbandinu með einhverjum hætti og söngur Madonnu fegraður. Sjón, eða hlustun í þessu tilviki, er sögu ríkari.Af YouTube-rás Madonnu:Úr beinni útsendingu frá Eurovision:
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur. 18. maí 2019 14:30 Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45 Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16 Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur. 18. maí 2019 14:30
Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. 19. maí 2019 11:45
Dansari Madonnu skreyttur fána Palestínu Tveir dansarar Madonnu vöktu töluverða athygli áhorfenda þegar þau stigu á svið í Tel Aviv í kvöld. 19. maí 2019 00:16