Veðurspá fyrir næstu viku svipar til methitabylgjunnar árið 1939 og ágústhitans árið 2004 Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 13:37 Veðurfræðingur leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði, en ekki gefin. Vísir/Vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum. Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum.
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Sjá meira