Handbolti

Selfoss spilar í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor vísir/vilhelm
Íslandsmeistarar Selfoss munu spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta næsta vetur.

Ísland fékk sæti í Meistaradeidinni eftir gott gengi íslenskra liða í Evrópukeppnum á síðustu árum, en þetta er þriðja árið í röð sem sá valmöguleiki stendur Íslandsmeisturunum í handbolta að taka þátt í Meistaradeildinni.

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss segir á heimasíðu félagsins að verkefnið sé gríðarlega krefjandi og kostnaðarsamt en það sé vilji og metnaður deildarinnar að taka þátt þar sem liðið á möguleika á því að spreyta sig á móti bestu liðum heims.

Dregið verður í keppninni í lok þessa mánaðar og þá mun koma í ljós hvort liðið fari beint inn í riðlakeppnina eða þurfi að fara í gegnum forkeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×