„Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 13:54 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson tekur lífinu rólega eftir að hafa hampað enn einum Evróputitlinum með norska kvennalandsliðinu í handbolta á sunnudaginn var. Tímapunktur mótsins sé góður, nú taki við jólaundirbúningur. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld. Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld.
Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira