Gróðursetningarathöfn í minningu Gandhi Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 15:00 Sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstrong Changsan, mun gróðursetja tré í Hekluskógum í dag. Mynd/Anton Brink Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira