Innlent

Leitað að Reykvíkingi ársins 2019

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur síðasta árs, ásamt borgarstjóra.
Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur síðasta árs, ásamt borgarstjóra. Fréttablaðið/Ernir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óskar eftir ábendingum frá borgarbúum um hver eigi skilið að vera Reykvíkingur ársins 2019. Er þetta í níunda sinn sem staðið er fyrir þessu vali.

Í tilkynningu segir að til greina komi aðeins einstaklingar sem verið hafi til fyrirmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem komi borginni til góða.

„Það eru svo ótal margir Reykvíkingar sem eru að vinna óeigingjarnt starf í þágu borgarinnar á hverjum degi og þessu fólki ber að þakka. Ég hvet alla þá sem vita af slíkum einstaklingum að senda inn tilnefningu um Reykvíking ársins 2019,“ segir Dagur.

Hægt verður að skila inn tilnefningum á netfangið hugmynd@reykjavik.is eða bréflega til borgarstjóra fyrir fimmtudaginn 13. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×