Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 22:49 Frá veginum inn í Landmannalaugar, sem opnaðist fyrir rúmri viku. Mynd/Stöð 2. Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05
Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13