Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 22:49 Frá veginum inn í Landmannalaugar, sem opnaðist fyrir rúmri viku. Mynd/Stöð 2. Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05
Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13