Sjö hross felld vegna nýs taugasjúkdóms á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 13:17 Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Vísir/Getty Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Áunninn fjöltaugakvilli í hrossum (acquired equine polyneuropathy, AEP) sem þekktur er í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hefur nú greinst í fyrsta sinn hér á landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist í Skandinavíu fyrir nær 25 árum en þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er orsökin ekki þekkt. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar en þar segir að ekki sé um smitsjúkdóm að ræða og ekkert bendi til að hann sé arfgengur. Sjö hross hafa verið felld hér á landi og eitt fannst dautt. Fyrstu tilfellin uppgötvuðust á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra Tengist að líkindum rúlluheyi Sjúkdómurinn tengist líklega rúlluheyi, því hrossin sem veikjast hafa alla jafna verið fóðruð á rúlluheyi af sama slætti á sama túni. Þó veikjast ekki öll hrossin sem fengið hafa sama hey og því kemur líklega fleira til. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp seinni hluta vetrar og fram í maí en fá tilfelli eru skráð utan þess tíma. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að oftast eru mörg tilfelli á hverjum bæ og tilfellin svæðisbundin. Yfirleitt er um ung hross að ræða en þó ekki folöld. Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms í mörgum taugum líkamans, einkum í úttaugum sem leiða niður í fætur hestsins. Helsta einkennið er vöðvaslappleiki í afturhluta líkamans sem leiðir til þess að hestarnir missa öðru hverju undan sér afturfæturna, niður á afturfótakjúkurnar. Hestarnir eru með fullri meðvitund, hafa góða matarlyst og sýna eðlilegt atferli að mestu leyti. Í alvarlegum tilfellum leggjast hrossin fyrir og nauðsynlegt getur verið að aflífa þau. Meirihluti þeirra hrossa sem fá einkenni sjúkdómsins læknast af sjálfu sér með hvíld og nýju fóðri en samkvæmt tölum frá Noregi og Svíþjóð þarf að aflífa hross í allt að 30 prósent tilfella. Greinileg einkenni í 22 hrossum Fyrstu staðfestu tilfellin hér á landi greindust í útigangshrossum á stóru hrossabúi á Norðurlandi vestra. Greinileg einkenni hafa komið fram í 22 hrossum á aldrinum 2-7 vetra. Þar af hafa 7 verið felld og eitt fundist dautt. Mögulega eru fleiri trippi á bænum með væg einkenni. Ekki hefur frést af því að sjúkdómurinn hafi komið upp á fleiri stöðum og ætla má að hættan sé að mestu gengin yfir á þessu ári þar sem flest unghross eru nú komin á beit. Til framtíðar litið er þó hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar, enda hafa þær aðstæður sem valda honum augljóslega skapast hér á landi. Þar sem um nýjan sjúkdóm er að ræða, sem mikilvægt er að fá yfirlit yfir, óskar Matvælastofnun eftir upplýsingum um öll tilfelli þar sem grunur leikur á sjúkdómnum eða hann er staðfestur.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira