Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 23:31 Hér má sjá þegar byrjað var að losa tankana með systurnar innanborðs úr vögnunum í Eyjum. Mynd/aðsend Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjahöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Rétt um klukkan átta í kvöld var hins vegar skyndilega ákveðið að stöðva á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við annan þeirra. Það gekk þó greiðlega að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og haldið var áfram áleiðis að Landeyjahöfn í lögreglufylgd. Þá beið Herjólfur á eftir hersingunni í Landeyjum og sigldi með systurnar yfir í Heimaey.Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít.Vísir/HJALTIÍ Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Rúm þrjú ár eru síðan erindi vegna þessa innflutnings barst Matvælastofnun. Á þeim tíma hafa skilyrði til innflutnings verið mótuð m.t.t. heilbrigðis og velferðar dýranna annars vegar og smithættu hins vegar. Var þetta gert í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Vísir fylgdist með ferðalagi mjaldrasystranna, alla leið frá Kína til Vestmannaeyja, í dag. Vaktina má nálgast í heild sinni hér. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvalið í kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Vélin sem flutti hvalina lenti hér á Íslendi rétt fyrir tvö og eftir tollafgreiðslu og skoðun dýralækna var lagt af stað Suðurstrandarveginn áleiðis að Landeyjahöfn. Fyrirhugað var að stoppa í Grindavík og á Selfossi en ákveðið var að hætta við það til að vinna upp tíma eftir að töf varð á brottför frá Kína. Rétt um klukkan átta í kvöld var hins vegar skyndilega ákveðið að stöðva á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við annan þeirra. Það gekk þó greiðlega að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og haldið var áfram áleiðis að Landeyjahöfn í lögreglufylgd. Þá beið Herjólfur á eftir hersingunni í Landeyjum og sigldi með systurnar yfir í Heimaey.Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít.Vísir/HJALTIÍ Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Rúm þrjú ár eru síðan erindi vegna þessa innflutnings barst Matvælastofnun. Á þeim tíma hafa skilyrði til innflutnings verið mótuð m.t.t. heilbrigðis og velferðar dýranna annars vegar og smithættu hins vegar. Var þetta gert í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Vísir fylgdist með ferðalagi mjaldrasystranna, alla leið frá Kína til Vestmannaeyja, í dag. Vaktina má nálgast í heild sinni hér.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35