Mjaldrarnir komnir til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson. Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35