Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 13:30 Frá æfingu slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld. Mynd/Ágúst Ágútsson Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Undanfarana daga hefur verið varað við gróðureldum í Skorradal vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Í kjölfar æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar í Skorradal á föstudagskvöld sagði Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag að hann fagnaði áhuga sumarhúsaeigenda á því að taka þátt í æfingu með slökkviliðinu. Hann sagðist hafa heyrt af áhuga sumarhúsaeigenda í fjölmiðlum, þeir hafi aldrei haft samband við slökkviliðið. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“ Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína?„Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ sagði Þórður.Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðssstjóri Borgarbyggðar.Mynd/Ágúst ÁgústssonÍ tilkynningunni stjórnar sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal eru ummælin skrifuð á þekkingar- og reynsluleysi varaslökkviliðsstjórans. Fjölmörg dæmi séu um að almennir borgara hafi skipst sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. Vísað er til þess að almennur borgari sem notaði eigin tæki hafi bjargað miklu í sinubruna í Hvammshlíð 2013. Annað nýlegra dæmi sé úr Fitjahlíð frá síðastliðnum páskum þegar eldur kom upp í sumarhúsi. Þá hafi eigendur og almennir borgarar á svæðinu slökkt eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn 50 mínútum eftir að tilkynning barst.Eldur kviknaði í sumarhúsi í Fitjahlíð í Skorradal um páskana.Mynd/AðsendÓskað eftir samstarfi við slökkvilið Sumarhúsafélagið í Fitjahlíð harmar að ekki hafi verið komið á samstarfi við slökkvilið vegna þjálfunar íbúa í Skorradal og fræðslu um viðbrögð vegna bruna. Félagið segist hafa óskað eftir því við slökkviliðsstjóra fyrir þremur árum. Sumarhúsaeigendur segjast ánægðir með æfingu slökkviliðsins í Skorradal síðastliðið föstudagskvöld. Ánægjulegt hafi verið að að sjá loksins slökkviliðið koma í dalinn og kynna sér aðstæður. Garðyrkjumenn eru sagðir ánægðir enda hafi slökkviliðið vökvað stór svæði í dalnum sem hafi verið farin að skrælna.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. 14. júní 2019 18:30
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent