Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 12:31 Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira