Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 17:15 Fjölmenni tók á móti Herjólfi í Friðarhöfn í dag. Eyjar.net/Tryggvi már Nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn síðdegis í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. Í ræðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kom fram að með nýjum Herjólfi standi vonir til að samgöngur verði betri og þjóni þörfum Vestmannaeyinga. Þá eru orkuskipti eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar. Því hefði ekkert annað komið til greina en að ný ferja gengi fyrir umhverfisvænni orku. Þá fluttu forstjóri Vegagerðarinnar, formaður bæjarráðs og fulltrúi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ávörp og prestur Landakirkju blessaði skipið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði Vestmanneyingum til hamingju með ferjuna í færslu á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis.Til hamingju með nýjan Herjólf Vestmannaeyingar og við öll! pic.twitter.com/sXLq2iy9Sl— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 15, 2019 Skipið kom til Vestmannaeyja í gær frá Póllandi og var siglt umhverfis Heimaey. Stefnt er að því að Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi már Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. 15. júní 2019 12:30 Herjólfur kominn heim til Eyja Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. 14. júní 2019 20:39 Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. 15. júní 2019 07:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn síðdegis í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. Í ræðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kom fram að með nýjum Herjólfi standi vonir til að samgöngur verði betri og þjóni þörfum Vestmannaeyinga. Þá eru orkuskipti eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar. Því hefði ekkert annað komið til greina en að ný ferja gengi fyrir umhverfisvænni orku. Þá fluttu forstjóri Vegagerðarinnar, formaður bæjarráðs og fulltrúi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ávörp og prestur Landakirkju blessaði skipið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði Vestmanneyingum til hamingju með ferjuna í færslu á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis.Til hamingju með nýjan Herjólf Vestmannaeyingar og við öll! pic.twitter.com/sXLq2iy9Sl— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 15, 2019 Skipið kom til Vestmannaeyja í gær frá Póllandi og var siglt umhverfis Heimaey. Stefnt er að því að Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi már
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. 15. júní 2019 12:30 Herjólfur kominn heim til Eyja Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. 14. júní 2019 20:39 Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. 15. júní 2019 07:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. 15. júní 2019 12:30
Herjólfur kominn heim til Eyja Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. 14. júní 2019 20:39
Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. 15. júní 2019 07:45