Innlent

Allt að 20 stiga hiti í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eflaust verður margt um manninn á ylströndinni í Nauthólsvík í dag, enda bongó.
Eflaust verður margt um manninn á ylströndinni í Nauthólsvík í dag, enda bongó. Vísir/Vilhelm
Gert er ráð fyrir nokkuð mildu og hlýju veðri víðast hvar um landið í dag. Hiti verður á bilinu átta til tuttugu stig. Gert er ráð fyrir örlítilli rigningu eða skúrum sunnan til. Hlýjast verður á Vesturlandi og á Suðvesturhorninu. Svalast við austurströndina.

Hér eru veðurhorfur næstu daga, fengnar frá Veðurstofu Íslands:

Sunnudagur

Hæg austlæg eða breytileg átt og dálítil væta sunnan til, en skýjað með köflum og þurrt annars staðar. Hiti 12 til 20 stig, en svalara með austurströndinni.

Mánudagur (17. júní)

Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 á Vestfjörðum. Skýjað að mestu og víða dálítil rigning. Hiti 6 til 15 stig yfir daginn, hlýjast SV-til.

Þriðjudagur

Norðlæg átt 5-13 m/s og yfirleitt skýjað. Rigning með köflum, einkum S-lands, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast S-til.

Miðvikudagur og fimmtudagur

Norðaustlæg átt og væta S- og A-lands, annars þurrt. Hlýnar heldur.

Föstudagur (sumarsólstöður)

Útlit fyrir hæga breytilega átt og stöku skúri hér og þar. Hiti 7 til 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×