Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 18:30 Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur. Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur.
Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira