Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:00 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans.
Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24