Klukkan 19:30 í kvöld munu tvö af fjórum bestu Counter Strike: Global Offensive liðum landsins etja kappi. HaFIÐ mætir í kvöld KR. Ljóst er að hart verður barist enda er sæti í úrslitaviðureigninni undir í kvöld.
Leikið verður áfram í undanúrslitum Lenovo deildarinnar í næstu viku. Miðvikudaginn 19.júní munu Dusty og Old Dogs etja kappi í League of Legends hluta deildarinnar en degi síðar mætast Fylkir og Tropadeleet í CS:OG.
Í undanúrslitum er leikum háttað þannig að stuðst er við svokallað „best of 3“ fyrirkomulag. Liðin þurfa að vinna tvo leiki til þess að komast áfram í sjálfa úrslitarimmuna.
Hér að neðan má fylgjast með undanúrslitaviðureign HaFIÐ og KR, sem eins og áður segir hefst klukkan 19:30.